Vélhjóla klúbbur gamlingja

Sérhæfðara spjall um mótorhjól, 25 ára og eldri. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Vélhjóla klúbbur gamlingja

Pósturaf Ásgrímur » 11 Jún 2004, 15:04

eða heitir hann það ekki annars félagskapur þeirra sem eru á kafi í þessum gömlu hjólum. eru þeir nokkuð með heimasíðu :roll:
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf jsl » 11 Jún 2004, 16:31

Það fer þá lítið fyrir henni, ekkert að finna á leitarvélum :?
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Pósturaf Mercedes-Benz » 13 Jún 2004, 02:13

Ég hélt að Gamlingjarnir væru hluti eða deild innan Sniglanna. A.m.k. eru þeir menn sem ég hef séð frá félaginu alltaf merktir Sniglunum og svo líka Gamlingjum.

Þetta var samt það eina sem ég fann á heimasíða Sniglana.

http://sniglar.is/klubbur.asp?id=8

:wink:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Þorbergur » 14 Jún 2004, 00:38

Ég er félagi í Gamlingjum en ekki í Sniglum. Þó ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti Sniglunum en mér finnst nóg að borga ein félagsgjöld fyrir þetta áhugamál. En sú sem er í forsvari fyrir okkur Gamlingja, hún Dagrún er einnig aktív í Sniglunum.

Þorbergur

Ariel 350cc 1945
BSA 650cc 1962
Norton 850cc 1974
Þorbergur
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 04 Maí 2004, 22:27

Pósturaf Mercedes-Benz » 14 Jún 2004, 02:55

Þorbergur skrifaði:Ég er félagi í Gamlingjum en ekki í Sniglum. Þó ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti Sniglunum en mér finnst nóg að borga ein félagsgjöld fyrir þetta áhugamál. En sú sem er í forsvari fyrir okkur Gamlingja, hún Dagrún er einnig aktív í Sniglunum.

Þorbergur

Ariel 350cc 1945
BSA 650cc 1962
Norton 850cc 1974


Nú þú ættir kanski að fræða okkur frekar um starfsemi félagsins og þá jafnvel hvort þið standið fyrir ökuferðum eða sýningum þar sem maður getur augum borið forna mótorfáka ykkar.
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf jsl » 14 Jún 2004, 10:20

Það stóð til að Gamlingjar kæmu með okkur síðasta laugardag (fjölskyldu- og húsdýra) en eitthvað fóru skilaboð á mis þar sem alsráðandi þeirra er úti og okkar ferðanefndarmaður sem var tengill er líka úti. En það kom samt einn og var allan daginn. Það er hægt að upplýsa það að til stendur að fá Gamlingja með í keyrslur og annað, það er áhugi hjá báðum aðilum, vantar bara að setjast niður og sjá hvað hægt er að gera. T.d er þessi þráður hugsaður fyrir þá sem hafa áhuga á eldri hjólum og Gamlingjum er velkomið að á þetta spjall og eins geta þeir fengið lokaðan spjallþráð til að koma upplýsingum til þeirra félaga.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Pósturaf Þorbergur » 14 Jún 2004, 22:37

Ég get ekki frætt ykkur mikið um starfsemi Gamlingja þó að ég sé þar félagi. Ég er búsettur á Ísafirði og fjarri flestu öðru áhugafólki um gömul vélhjól. Eins og að líkum lætur eru flestir félagarnir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Einnig eru margir í Vestmannaeyjum og Akureyri.
Þó get ég sagt frá því að nú stendur til að halda til norður til Akureyrar og taka þar þátt í sýningu sem Bílaklúbbur Akureyrar heldur þann 17. Júní.
Hve margir Gamlingjar mæta þar með hjól sín veit ég ekki, en í það minnsta tveir Akureyingar eiga mjög glæsileg hjólasöfn sem ég held þeir hljóti að stilla upp.
Þorbergur
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 04 Maí 2004, 22:27


Fara aftur á Fornhjól

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron