Hjól í Bretlandi

Sérhæfðara spjall um mótorhjól, 25 ára og eldri. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Hjól í Bretlandi

Pósturaf ADLERINN® » 27 Feb 2007, 20:40

Ég hef verið að skoða verð og framboð af mótorhjólum í Bretlandi í þó nokkurn tíma og hef ég verið að skoða það með það í huga að versla mér Hondu CB 750 eða 900.

Vandamálið er að það er stundum hálf erfitt að fá fólk til að vilja selja manni hjól sem á að flytja úr landi einhvera hluta vegna, en núna er ég búinn að vera að bjóða í eitt hjól hjá aðila sem segist vera tilbúinn að selja úr landi.

Ég er með efsta boð í augnablikinu en það er spurning hvað verður.

Þetta er hjólið

Mynd
Mynd

http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... otohosting

:)
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf JBV » 27 Feb 2007, 22:57

Þetta er frábært hjól, virkilega vel með farið svona á myndum að sjá. Mér hefur alltaf fundist klassi yfir gömlu CB hjólunum frá Honda. Vonandi endar það í þínum höndum ADLER. :wink:
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf ADLERINN® » 28 Feb 2007, 08:24

Ég er að reyna en það er einn sem bíður stöðugt á móti mér :?
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf JBV » 01 Mar 2007, 09:10

Jæja hjólið fór á 480 GBP (62.000.- kr.)

Varðst þú sá heppni ADLER?
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf ADLERINN® » 01 Mar 2007, 11:54

JBV skrifaði:Jæja hjólið fór á 480 GBP (62.000.- kr.)

Varðst þú sá heppni ADLER?


Nei ég gafst upp því miður,það er greinilegt að sumir eru við tölvuna öllum stundum ef að þeir ætla að ná einhverju þarna á ebay.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf JBV » 01 Mar 2007, 16:23

Eru þeir alhörðustu ekki bara með stillt á ,,auto-hækkun" það er að segja hækka um x háa upphæð umfram þann eða þá sem á móti bjóða?

Annars finnst mér þetta endaverð vera ,,spottprís"!
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Fornhjól

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron