Síða 1 af 2

Mercedes Benz 300 GD R1623 tilbúinn

PósturSent inn: 11 Sep 2008, 22:31
af Gunnar Örn
Þessi þráður er hugsaður til að leyfa mönnum að fylgjast með mínu nýasta verkefni sem er Mercedes Benz af árgerð 1980.
Fróðir menn halda því fram að þessi bíll sé fyrsti bíll sinnar tegundar hér á landi. Hann hefur verið í eigu sömu fjölskyldu svo að segja frá upphafi.
Hér eru myndir af byrjunarskerfum í uppgerðini og reyni ég að setja inn myndir eins og málin þróast.
Ef einhver lumar á sögu tengdri þessum bíl gömlum myndum af honum eða einhverjum fróðleik eða hlutum í þessa bíla þá er um að gera að láta ljós sitt skína.

Mynd

Mynd

PósturSent inn: 12 Sep 2008, 11:49
af gmg
Frábært, það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér !

PósturSent inn: 12 Sep 2008, 20:12
af Óli Kol
Þetta er nú eitthvað fyrir Ztebbsterinn myndi ég halda :D :wink:

PósturSent inn: 13 Sep 2008, 22:18
af eyjok
Ég skipti um hráolíutank í honum 1996. :D

Orginal að sjálfsögðu.

PósturSent inn: 13 Sep 2008, 23:24
af Bens
Já, það verður gaman að fylgjast með þessu, gott að bíllinn er kominn í góðar hendur :D

Væri einnig gaman ef þú gætir hent þessu inn á Stjörnuspjallið við tækifæri :wink:

PósturSent inn: 14 Sep 2008, 09:29
af Gunnar Örn
Bens skrifaði:Já, það verður gaman að fylgjast með þessu, gott að bíllinn er kominn í góðar hendur :D

Væri einnig gaman ef þú gætir hent þessu inn á Stjörnuspjallið við tækifæri :wink:

Já auðvitað

PósturSent inn: 14 Sep 2008, 20:24
af ztebbsterinn
Óli Kol skrifaði:Þetta er nú eitthvað fyrir Ztebbsterinn myndi ég halda :D :wink:

Já það verður gaman að fylgjast með þessu :)

..sé nú dálítið eftir mínum [19

PósturSent inn: 23 Sep 2008, 09:39
af sveinn
Það verður gaman að sjá þennan kláran :) ... Bíð spenntur eftir nýjum myndum! :wink:

PósturSent inn: 13 Feb 2009, 22:26
af Gunnar Örn
Jæja, nú er dýrið alveg að verða tilbúið fyrir nýja litinn.
Bara smávægilegar riðbætingar eftir.
Myndir teknar þegar var verið að sópa gólfið og snyrta til aðeins.

Mynd

Mynd

Það var líka áhveðið að nota ekki frambrettin aftur því fóru þau í tunnuna.

Mynd

PósturSent inn: 04 Apr 2009, 21:57
af Gunnar Örn
Mynd
Mynd

Alltaf verið að dunda smá. :D :mrgreen:

PósturSent inn: 05 Apr 2009, 18:51
af R 69
Flottur svona rauður

PósturSent inn: 12 Apr 2009, 21:31
af Gunnar Örn
Jæja, einhvað fékk ég nú að dveljast í skúrnum um páskana þannig að markmið vorsins nálgast óðfluga, einnig tók ég nokkrar myndir því þær sem eru hér að ofan eru ansi lélegar.
Mynd
Mynd
Mynd
Því miður er skúrinn of lítill til að taka hliðarmyndir, hann verður kominn út um mánaðarmótin þá tek ég hliðarmyndir.

Læt tvær myndir fylgja frá því að hafist var handa, ég veit ekki með ykkur en mér finnst nýi liturinn betri.

Mynd
Mynd

PósturSent inn: 12 Apr 2009, 21:40
af Sigurjón Guðleifsson
Til hamingju með bílinn....Liturinn, :) :) :) hann er bara flottur :)

PósturSent inn: 12 Apr 2009, 21:45
af R 69
Miklu flottari svona rauður

PósturSent inn: 12 Apr 2009, 22:45
af gmg
Flottur, það er gott að það er loksins kominn litur á bílinn 8)