Vantar bíla í bíómynd.

Allt og ekkert sem við kemur bílum 25 ára og eldri.
Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Vantar bíla í bíómynd.

Pósturaf Móri » 07 Feb 2013, 13:17

Ég birti hér erindi sem mér barst frá kvikmynda fyrirtæki sem er að fara að gera kvikmynd um leiðtogafund Regans og Gorbachev og vantar viðeigandi ökutæki til verksins ef einhverjir hafa áhuga.
Áhugasamir geta haft samband við Jón Steinar á joncinema@gmail.com.


Ég sendi hérhugmyndir yfir það sem ég er að skima eftir af farartækjum fyrir þessa bíómynd.
Ég er að leita að bílum á aldursbilinu 1975 til 1986. Ívið eldra er alltaf möguleiki svo lengi sem það meikar einhvern sens.

Helstu áhyggjuefni mín og óskir varða Limousine, helst svört af gerðinni Lincoln, Chrysler og Cadillac. Ég hef fundið þrjá mögulega bíla hjá Kristjáni Pálssyni á Blönduósi, sem falla ekki alveg inn í þetta hvað liti og form varðar svo það væri gaman að vita hvort einhver vissi af fleiri slíkum bílum. Svo er það auðvitað forsetabíllin á Ystafelli, sem er inni í þessari mynd, en tæplega sem aðalbíllinn. Hann er ólengdur og því ekki eins og fyrirmyndin, sem er Cadillac Fleetwood 1986. Bílarnir sem Gorbachev kom með eru af gerðinni ZIL og eru ófáanlegir nema í Rússlandi. Hugmyndin var að búa til sama grill og setja á Lincholn eða álíka bíl til að búa til það útlit.

Hin áhyggjuefnin og óskirnar varða lögreglubíla og mótorhjól frá þessum tíma. Ég er því að leita að Chevrolet Suburban, Volvo og Harley Davidsson frá þessu tímabili, sem hægt væri að breyta í lögreglufarkosti. Allar hugmyndir yrðu því vel þegnar varðandi þetta. Litir eiga ekki að vera atriði, því þeim er hægt að breyta með fólíum. Gott væri þó að geta sloppið við slíka vinnu, svo hvítur er æskilegur sem grunnlitur.

Annars er ég að leita að allskonar bílum frá þessum tíma í góðu ásigkomulagi. Mersedes Benz bílar eru þar á meðal, volgur, Lödur og svo bíltegundir sem eru líklegar til að hafa verið á götum borgarinnar á þessum tíma. Gott væri að fá ljósmyndir af þeim bílum sem kæmu til greina ef þær eru tiltækar, annars get ég farið hvert sem er og myndað þá ef engar myndir eru til.
Þorgeir Kjartansson
Formaður Fornbílaklúbbs Íslands.
sími 895-8195
Notandamynd
Móri
Formaður FBÍ
 
Póstar: 84
Skráður: 13 Jan 2006, 23:42
Staðsetning: Kópavogur

Re: Vantar bíla í bíómynd.

Pósturaf Gunnar Örn » 07 Feb 2013, 16:08

Getur ekki passað að Gorbatsjov hafi látið senda hingað fyrir sig Chaika Gaz 14 limósínu í þetta verkefni?
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vantar bíla í bíómynd.

Pósturaf Derpy » 08 Feb 2013, 02:52

ég er með Fíat Uno árgerð 1987, samt sama boddý og 1983-1986 svo væri fullkominn, minn er númerslaus samt og hálf-bremsulaus hehe enda lak-bremsuvökvinn. :(

Elsti bíllinn minn er Charade '86 en sá þarfnast uppgerðar. :cry:
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Vantar bíla í bíómynd.

Pósturaf Offari » 08 Feb 2013, 03:52

Uno finnst mér að eigi að passa í þessa mynd en veit ekki hvort það sé sjáanlegur munur á "87 og eldri bílum. Það gæti samt verið erfitt að finna bíla frá þessum árum þótt vissulega sé til eithvað af amerískum þá fækkar mjög hratt Japönskum og evróspkum bílum sem ná 25 ára aldri. Varla voru allir á Amerískum eða Jeppum árið "86. Það eru held ég til 3 Toyota Crown Ca "82 á Egilstöðum. Slíkir bílar hafa eflaust verið notaðir sem leigubílar í borgini "86. Það er auglýst ein Cressida "79 hér á markaðssíðuni og alla vega til tvær aðrar á götuni. Ein á Hvolsvelli og önnur á Akureyri.

Eitthvað er til af Lödu sport en fer þó fækkandi slíkir bílar voru vinsælustu jeplingarnir allt til ársins "89. Eitthvað til af Subaro 85-88 sem voru líka ofarlega á vinsældarlistanum "86. En hinsvegar held ég að þeir séu færri sem líta út eins og þeir litu út "86. Breyttir jeppar eru til í mörgum tegundum frá þessum árum en minna af óbreyttum þó er til flottur Landcruiser hjá Jóa á Sólheimum. Það eru held ég tveir svartir Cadillacar á Egilstöðum Ca "82-86. Ég átti R 1467 sem er Cadillac limo en seldi þann bíl til Hafnar í Hornafirði og fannst hann vera fulldapur þegar ég koðaði hann síðasta sumar.

Það er verið að auglýsa T 500 sem er gamall Suberban "82 löggubíll. Þetta er það sem manni dettur eina helst í hug og vonandi finnst sem fjölbreyttast úrval af bílum sem segir á hvernig bílum var aðallega ekið á þessu ári
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík


Fara aftur á Almennt Fornbílaspjall

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 4 gestir

cron